Friday, August 11, 2006

Veldi, rætur, lógaritmar, mengi......................

Jæja, nú er maður bara byrjaður að reikna, og það á fullu get ég sagt ykkur. Byrjaði á stærðfræðinámskeiði síðasta þriðjudag bæði kvölds og morgna. Þetta er mjög gaman en mikið helv........... er maður ryðgaður, svona fyrir utan það að ég hef aldrei heyrt um helmingin af því sem við eigum að kunna.
Það er ein vika eftir af þessu og þá tekur strax við annað námskeið sem er í reikningshaldi. Ég vil nú vera vel undirbúin fyrir 4.september takk fyrir takk.

Annars hef ég nú ekki meira að segja í bili, allar mínar hugsanir snúast um stærðfræði þessa dagana þannig að ég held að ég sé ekkert skemmtileg þessa daga.

Eigið góða helgi öllsömul.

7 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel með þessi skrímsli.

Anonymous said...

hahaha já sammála Elfu með skrímslin...

Álfheiður said...

Ég fæ nú bara hroll ...

Védís said...

Þið eruð aldeilis uppbyggjandi :)

Annars er ég búin að hugsa mikið til Svanfríðar frænku í allri þessari stærðfræði. Hún veit af hverju.

Ameríkufari segir fréttir said...

Ójá-guð minn góður segi ég bara. Ég hef alla tíð haft svo mikla trú á þér og hefur það ekkert breyst. Ég er svo ánægð með að þú skulir vera að gera eitthvað fyrir þig sjálfa því að þessu átt þú eftir að búa að alla ævi.

Anonymous said...

Stærðfræði...hmmm ekki mín besta hlið... Takk fyrir kveðjuna og Védís þú getur hætt að kenna þig við Olís (nema þú endilega viljir...) ég þekki þig mætavel :)

Védís said...

Nei hef engan sérstakan áhuga á Olís í dag, þó þetta hafi verið gaman á sínum tíma ;)
Skal muna þetta næst