Thursday, August 17, 2006

Ennþá lifandi

Já gott fólk ég er enná lífi. (ef einhver var farin að sakna mín)
Ég hef bara verið svo löt undanfarna daga, ég get víst ekki afsakað mig með að ég hafi mikið að gera því mér finnst ég ekki hafa neitt að gera. Ég er helst upptekin þessa dagana við að sitja úti á svölum og reikna eða prjóna.
Er nefnilega að nota garnafganga og prjóna trefil handa dúkkunni hennar Lilju Rósar, ekki mjög flókið það veit ég vel en ég er þó að prjóna.
Síðasti tíminn í stærðfræðinni er svo á morgun og ég verð nú að viðurkenna að ég verð alltaf meira og meira undrandi hvað ég á að kunna mikið í stærðfræði. Ég verð sko greinilega að æfa mig í vetur.
Svo byrjar reikningshaldið á laugardaginn og stendur yfir í aðrar tvær vikur. Bara gaman.

Og svo ég vaði nú úr einu í annað þá var ég að horfa á Rockstar Supernova, úrslit kosninga þessarar viku (á Skjá 1 +) og mikið svakalega er hann Magni að standa sig vel. Fannst Starman flott hjá honum og Creep líka mjög flott.
Verst að þátturinn næsta þriðjudag hefst ekki fyrr en kl.2, honum var seinkað.
En ég hef ákveðið að vakna bara 15 mínútum fyrr en venjulega næsta miðvikudagsmorgun og kjósa hann á netinu. Maður nær því nefnilega ef maður vaknar bara aðeins fyrr en venjulega. Vildi bara benda ykkur á það.

Ég kveð í bili og óska hér með þeim fjölskyldumeðlimum sem verða á Kirkjubæjarklaustri góðrar skemmtunar um helgina. Því miður þá kemst ég ekki í þetta skiptið, grát.......grát.

10 comments:

Anonymous said...

hæ hæ skvís!
Leiðinlegt að geta ekki hitt þig fyrir austan en við hittumst við annað tækifæri :)
Alveg sammala þér með Magna hann er alveg magnaður drengurinn, verst að ég er að fara uppí veiðihús að vinna og því ekki víst að ég geti kosið hann næstu 3 vikurnar.. hann á sko ekki skilið að vera B3.
En vertu nú dugleg að læra
kv. HEiðdís

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég var farin að sakna þín. Ég gat ekki kosið Magna síðast hvað sem við reyndum en ég er sammála þér með að mér fannst hann standa sig vel..mér finnst hann vera sá eini sem ekki er með tilgerð og það líkar mér. Áfram Magni og áfram Védís í stærðfræðinni.

Anonymous said...

Leiðinlegt að fá ekki að vera með þér um helgina í Hörgslandi. Gangi þér vel með stærðfræðina.
Knús Heiðrún

Anonymous said...

hæhæ ég er nú allveg hissa að þú sért farin að prjóna ég bara hélt þú kynnir það ekki(en eins og flestir vita þá er þér margt til lista lagt).
Ég er sammála þér með Magna hann er að standa sig eins og hetja eða allavega að mínu mati.
og Védís gangi þér allt í haginn með stærðfræðina bið að heilsa í bili kveðja sjabba

Anonymous said...

klukkan hvað þarftu þá að vakna...ef ég verð hress og vakna snemma?

Kv. Ragnhildur

Védís said...

Ef þátturinn er búin að okkar tíma kl.3 um nóttina og kosning er í fjóra tíma eins og venjulega(veit ekkert um það),þá lýkur kosningu kl.7 um morgunin. Þetta er ekkert mál fyrir fólk sem er hvort sem er að vakna fyrir 7.

Anonymous said...

ok...sé til hvort ég kýs. Annars vakir Biggi yfirleitt og kýs nokkrum sinnum svo ef ég verð sofandi þá læt ég hann senda mitt atkvæði.

Ragnhildur

Védís said...

Allir að vakna snemma, nú er þörf á að kjósa oft............... er það ekki annars.
Austfirðingar taka saman höndum.

(Held reyndar að Biggi sé ekki einu sinni ættaður að austan í 100.ættlið, en Biggi, kjóstu, kjóstu eins og þú átt lífið að leysa.)

Védís said...

nei, sko, ég verð nú bara að "commenta á þetta" ég varð sjálf númer 1.400, hef oft ætlað að vera með "keppni" en aldrei orðið úr því.

Anonymous said...

Hérna er comment eins og þú varst að rukka um, segðu svo að ég kíki aldrei á þetta :)