Saturday, August 26, 2006

Gestir

Mikið verður nú gaman hjá mér í næstu viku, þá koma nefnilega mamma og Elfa systir hingað suður, á mánudaginn nánar tiltekið og þær ætla að gista hér í 2 nætur. Ekki löng heimsókn en alltaf gaman að fá þær. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem mamma gistir hjá mér, enda kannski ekkert gaman að fá ekki að sofa nema til 7 þegar maður er í "fríi".

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Ætlið þið þá ekki að setja upp spariskóna og drífa ykkur í keilu?

Védís said...

Sérðu ekki okkur þrjár fyrir þér í keilu. Hugsa að engin okkar hafi snert keilukúlu áður. En gaman gæti það samt verið. Alltaf gaman að hlæja.

Álfheiður said...

Góða skemmtun ;)

Anonymous said...

Ég mæli ekki með keilu en kaffihúsaferð er sívinsæl. Hlakka til að koma. Sjáumst

Anonymous said...

alltaf gaman að fá sína í heimsókn, segi ekki annað. Góða skemmtun. Kveðja sjabba