Wednesday, September 13, 2006

Happy,happy

Tvennt gott gerðist í dag og ég bara verð að deila því með ykkur.

Í fyrsta lagi:
Ég fann LOKSINS barnapíu sem mun sækja börnin þessa tvo daga í viku sem ég er aðeins frameftir í skólanum og vera með þau eitthvað örlítið framyfir kvöldmat. Fann hana í gegnum barnaland.is, hún er 20 ára og á bíl þannig að ég vona að þetta gangi vel. Hún kom hér í dag og kíkti aðeins á okkur og okkur leist bara nokkuð vel á hana.

Í öðru lagi (langaði dálítið að setja þetta í fyrsta sæti en kunni ekki við það):
Uppþvottavélin er tengd. Fyrsti þvottur fer fram as we speak. Vonandi gengur hann vel.

Þá er ekki meira að frétta úr Breiðholtinu, over and out.

4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þetta allt saman, frábært núna sleppur barnapían við að vaska upp.... ha ha ha
Kveðja Heiðrún

Álfheiður said...

Til hamingju með hvorutveggja, sennilega þó meira uppþvottavélina ... eða hvað???

Ameríkufari segir fréttir said...

Æi hvað það hlýtur að vera gott að vera með uppþvottavél..væri alveg til í að fá eitt stykki sjálf, allavega bráðum.
Frábært að þú skulir vera búin að finna barnapíu, það leysir ýmislegt.

Anonymous said...

Jæja búin að finna barnapíu...vona að það hafi ekki verið erfitt að velja.
Til hamingju með uppþvottavélina, þetta er sko nauðsynlegt inn á öll heimili.

Þú kíkir svo þegar þú hefur tíma.

Kveðja Ragnhildur