Thursday, September 07, 2006

Er ekki komin tími á smá skrif.
Ég er mjög ánægð í skólanum, so far amk.,búin að sitja tvisvar í þjóðhagfræði og ótrúlegt nokk, það finnst mér skemmtilegt fag. Ég fór í þetta fag í ME og gat aldrei skilið út á hvað það gekk.
Svo eru bara veikindi hér á heimilinu, litli gaurinn bara lasinn, búin að vera með hita í rúma 2 daga og sefur nánast ekki neitt og í þessum skrifuðu orðum þá er hann að vakna og reka upp vein. Það er best að fara að sinna honum.
Verið sæl í bili.

5 comments:

Anonymous said...

Gott að þér líkar í skólanum. En jafnleiðinlegt að heyra að Jóhann sé veikur. Gangi þér vel í öllu þessu stríði. Vonandi líður bóndanum betur.
Kveðja í bæinn

Anonymous said...

Kysstu lilla frá mér, er með stóran poka af fötum í bílnum handa honum sem ég ætla að henda til þín við tækifæri. Knús Heiðrún

Ameríkufari segir fréttir said...

Þjóðhagsfræði? Veit varla út á hvað það gengur en gott að þér líkar skólinn vel. Veikindi eiga bara eitt orð-hundleiðinleg þannig að ég vona að allir fari að hressast.

Álfheiður said...

Er Hlín með þér í þessu? Held hún sé í viðsk.fr. líka.

Védís said...

Svei mér þá ef ég sá ekki manneskju um daginn í skólanum og datt strax Hlín í hug. Hlýtur að hafa verið hún.