Friday, September 01, 2006

Jæja þá er gestirnir farnir og námskeiðin búin.
Það var voða fínt að hafa mömmu og Elfu hér, vorum kannski aðeins of mikið á flakki en gerist það ekki alltaf þegar fólk heimsækir höfuðborgina.

Svo byrjar bara skólinn á fullu hjá mér á mánudaginn og svei mér þá ef ég hlakka ekki bara til.
Hef mestar áhyggjur að ég verði ekki búin að finna mér barnapíu í tíma, og hvað gera bændur þá??

Annars er allt við það sama hér, Tommi greyið varð reyndar fyrir því óláni í dag að lenda í árekstri. Hann stoppaði á rauðu ljósi eins og maður á víst að gera og fékk þá einhverja góða konu beint aftan á sig. Þeir sem til þekkja vita víst að hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða í tæp tvö ár eða síðan það var síðast keyrt á hann. Þetta varð nú ekki til að bæta ástandið og hann kom bara heim úr vinnu og liggur nú fyrir.
Var reyndar búin að lofa að vinna á morgun og langar að standa við það loforð. Hann verður víst að fá að ráða því sjálfur.

Jæja gott fólk, er þetta ekki nóg í bili. Munið svo bara að kjósa Magna aftur í næstu viku.

7 comments:

Anonymous said...

Það var nú leitt að heyra með Tomma. En vonandi jafnar hann sig fljótlega. Jú Védís það var bara gaman að dvelja hjá ykkur.
Kveðja í bæinn.

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég segi það sama og Elfa, vonandi jafnar Tommi sig fljótlega. Gott að heimsóknin var góð, ég hlakka bara til að heimsækja þig og það vonandi í desember.

Anonymous said...

ég óska Tomma góðan bata og vonandi jafnar hann sig sem fyrst.
Jæja ég er nú að fara koma til Reykjavíkur um næstu helgi þá kannski gef ég mér bara tíma til að heimsækja þig og þína, verðum í bandi og gangi þér vel í skólanum kveðja sjabbus

Védís said...

Já heldurðu að þú gefir þér tíma..........Hahahahaha.
En endilega láttu mig þá vita og þá get ég hóað í Gunnu líka.

Álfheiður said...

Jú,jú, voða dugleg. Sá bara sms-ið ekki fyrr en nú. Sjáumst kannski um helgina ;)

Védís said...

Af hverju í ósköpunum ættum við að sjást um helgina?
Ertu að koma suður??

Álfheiður said...

Ó já!