Friday, September 22, 2006

Enn ein helgin að bresta á og svo sem ekkert sérstakt sem við litla fjölskyldan ætlum að aðhafast. Sunnudagaskólinn er reyndar á dagskránni hjá mér og Lilju Rós eins og undanfarna sunnudaga. Ég veit nú ekki hvort hún áttar sig á því út á hvað þetta allt saman gengur en henni finnast að minnsta kosti lögin skemmtileg og ekki skemmir fyrir að á límmiða í sunnudagaskólabókina eftir hvert skipti. Mér hins vegar finnst þetta bara gaman og ætla að reyna að vera dugleg að fara með skottuna.
Næsta vika verður svo viðburðarík, að mínu mati ;)
En það er afmæli næsta miðvikudag hér á heimilinu og svo fer ég erlendis á fimmtudag ef einhver sem les þetta hefur misst af því.
Við Gunna erum báðar búnar að ákveða að versla ekki mikið, er þá ekki 200% öruggt að við verslum eins og brjálæðingar? Er það ekki alltaf svoleiðis hjá okkur kvenfólkinu.

Svo ætla ég hér í lokin að skella inn einni mynd frá því í sumar.


3 comments:

Álfheiður said...

Úúúúú, falleg börn! Hver á þau?
Góða skemmtun í útlandinu og verslaðu nú svolítið svo ferðin standi undir nafni.

Anonymous said...

Ég held að Íslendingar komist aldrei hjá því að versla þegar þeir komast úr einangruninni. Flott mynd, greinilega langt síðan ég hef hitt þig og börnin...mér finnst þau orðin svo stór og fullorðinsleg :-)

Sjáumst á mánudaginn.

Kveðja Ragnhildur

Ameríkufari segir fréttir said...

Falleg mynd af fallegum börnum. Þú verslar bara eins og þú vilt og hefur þetta eins og þú vilt því þú verður jú drottning Dublinar í nokkra daga:) Ég fer ekki ofan af því.