Þetta er aldeilis búinn að vera fínn laugardagur. Byrjaði reyndar á því að ég komst ekki í skólann þar sem "barnapían" hefur ekki svarað í símann í tæpa viku, hún mætti ekki heldur í heimsóknina til okkar þannig að mig grunar sterklega að hún ætli ekki að passa fyrir okkur en hafi ekki nægilegan manndóm í sér til að segja okkur það. (miklu betra bara að láta sig "hverfa").
En Lilju Rós var boðið í afmæli í Ævintýralandi Kringlunnar í dag, þannig að ég fór þangað með börnin rétt eftir hádegi að kaupa afmælisgjöf, hún fór svo í afmælið og við Jóhann héldum upp í Grafarvog þar sem ég og tvær aðrar úr Háskólanum hittumst með börnin. Þar var okkur boðið upp á vöfflur, kex og osta. Held að Jóhanni hafi tekist að borða næstum heilan pakka af Tuc-saltkexi, en hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um saltkex ;)
Núna erum við komin heim og börnin sitja og horfa á Lísu í undralandi í prúðuleikaraformi.
Nú styttist í að mamma og pabbi komi í bæinn, og sömuleiðis Elfa og Jói, alltaf gaman að fá EGS-fólkið í heimsókn, og ekki má gleyma því að góð frænka frá Ameríku kemur bráðum og ég vona svo sannarlega að hún gefi sér tíma til að hitta okkur, ég gæti kannski boðið henni í steiktar kjötbollur.
Svo lofaði ég víst að vera með í skipulagningu endurfunda míns árgangs, hefði betur sleppt því, hef nákvæmlega engan tíma í þetta núna, en það verður að hafa það. Verð að fara að standa við gefin loforð og fara að hringja í fólk.
10 comments:
Þar loksins heyrðist frá þér mín kæra. Já, SEA finnst steiktar kjötbollur góðar. Heilsaðu í bæinn Gulla Hestnes
Bara að kvitta fyrir innlitið :)
kv að norðan,
Lena
Ætti ég að koma líka?
ég vaeri til í ad koma í steiktar kjötbollur :)
Kjötbollur, já takk:)
Ertu ekki byrjuð að skipuleggja, finna sal og máta kjóla, skamm, skamm.
HAhahahahahahahah
Bíð spennt eftir bréfi um partýið.
Kveðja Lilja Björk
Kvitt kvitt kvitt, greinilega erfitt að finna barnapíu, næstum jafn erfitt og það gengur fyrir mig að finna dagmömmu. Þær fáu sem hafa laus pláss vilja ekki barnið mitt því hann er svo "gamall". ARRRRGGGG.Engar dagmömmur hafa 14 mánaða gömul börn hjá sér er það nokkuð???
Kveðja
Íris
hvenær er mæting í kjötbollurnar? :)
Já mér sýnist ALLIR ætli að koma í kjötbollur til þín Védís mín, endilega láttu mig vita líka þegar að því kemur því ég ELSKA steiktar kjötbollur.... ha haha
Jæja, núna vill maður fara að heyra nýjustu fréttir af barnapíu, hvort þú sért farin að hringja í fólk útaf reunionhittingi og síðast en ekki síst hvernig var og hvað pantaðir þú þér á Vegamótum í gær???? Allt þetta og meira í næsta bloggi.... ha ha ha
Post a Comment