Ég komst að því í gærkvöldi að ég fer of sjaldan niður í bæ. Ég var búin að mæla mér mót við tvær vinkonur á Vegamótum klukkan hálfátta í gærkvöldi. Ég lagði af stað heiman frá mér um 19:10 full bjartsýni að 20 mínútur væru meira en nóg að keyra niður eftir og finna stæði. En nei ó nei það tók mig rúmlega 20 mínútur að finna bílastæði. Og það var nú ekki allt, ég ók allar þessar götur fram og til baka, innakstur var bannaður á fimm sekúndna fresti og ég keyrði í allar áttir að mér fannst. En svo loksins var ég nú komin á rétt ról, var á Bergþórugötunni, og svo á Frakkastíg og þá vissi ég nú alveg í hvaða átt ég átti að fara og fór þá leið. Var sko alveg að koma að Vegamótum (á Vegamótastíg) þegar fröken Hallgrímskirkja birtist, talandi um að vera áttavilltur :)
En þetta tókst að lokum og kvöldið var gott, maturinn góður og mikið hlegið.
15 comments:
Þú ættir kannski að fá þér svona græju í bílinn sem vísar þér veginn ... man ekki núna hvað þetta kallast ...
það eru einmitt allir leigubílar komnir með svona græjur í bílana sína!
En veistu ég bý hérna í miðbænum og er 5 mínútur að rölta á vegamót, en ef ég fer keyrandi þá er ég miklu lengur, bæði við að finna stæði og að keyra í vitlausar götur út af þessum einstefnum hingað og þangað!
Ég þoli ekki að finna stæði niður í miðbæ RVK...það er stundum bara varla hægt.
Gott að heyra að það var gaman, þú áttir alveg skilið frí frá lærdómi og börnum:)
Gott að heyra að maturinn hafi verið góður og kvöldið sömuleiðis.... þá er takmarkinu náð:-)
ömurlegar svona einstefnugötur, thad er ienmitt allt morandi af theim hér nidri í bae líka! Gott ad thú komst loksins út ad borda:)
Ohhhh Védís landsbyggðarauli!!! Ég skal gef þér kort næst þegar við förum svona út ;)
Kv,
Magnea sem villtist pínu
já það getur verið snúið að keyra í miðbæ RVK. Maturinn á Vegamótum klikkar aldrei. Kv. Ragnhildur
Þú verður bara að fá far hjá mér næst, þetta er spurning um að vera nógu oft í bænum þá losna þau oftast beint fyrir utan ;)
Já og svo er ekkert gaman að sitja einn og bíða svona lengi hehehehe
Kv. Hilla
Suss Hilla, ekki minnast á xxxxxxxx stæðið sem var svo laust beint fyrir utan Vegamót þegar ég gekk þar inn :)
Svona aðstæður eru akkúrat ástæðan fyrir því að ég fer ekki í bæinn nema að fá mér fara með þessum stóru gulu :) Og við sérstök tækifæri splæsir maður á leigubíl...
Kv Lena
Ég bý í miðbænum og er ekki alveg að skilja þetta að villast hérna. Hins vegar skil ég vel þetta dæmi með stæðin! Ég hef stundum rúntað í hálftíma, hringinn í kringum húsið mitt, bara af því það eru engin stæði laus! ÉG meina ... veit þetta fólk ekki að ég er mætt á svæðið eða hvað?! GRRR ARRRG! En gott að allt fór vel á endanum og að þú áttir góða kvöldstund! c",)
Ó MÆ GOD! GET EKKI EINU SINNI SKRIFAÐ NAFNIÐ MITT RÉTT! HAHAHAHAHAHA!!!! c",)
Ertu ennþá á Vegamótum ?
Ég var einmitt að pæla í því sama Heiðdís:-) ha ha ha
já er ekki komin tími á nyja faerslu....
Post a Comment