Friday, February 08, 2008

Smá "update"

Jæja gott fólk ef það er ennþá einhver sem les þetta.
Það er svo sem ekkert að frétta af okkur nema að það kemur dama að heimsækja okkur í byrjun næstu viku og hún stefnir á að verða barnapían okkar :) (Takk Halla fyrir að redda mér). Vonandi líst henni bara vel á okkur og ákveður að passa.
Ég er búin að bóka ferð fyrir mig, tengdó og Lilju Rós til Spánar, farið verður seinnipartinn í maí og dvalið í viku. Ástæða þessarar ferðar er sú að tengdó á eina hálfsystur á Englandi og eina á Spáni. Þær þrjár hafa ákveðið að hittast (Sylvía hefur bara hitt aðra þeirra) og þar sem tengdó talar ekki ensku þá fer ég með sem túlkur ;). Ákvað að kippa LR með, hún hefur bara gaman af því að fá að "eiga" mömmu sína Jóhannslausa í eina viku.

Langar svo bara að enda þennan pistil á einni spurningu:
Hvað er málið með föstudaga í janúar og febrúar, ég er fjúkandi hér um allt þessa dagana. Rann í dag nokkra metra hér á bílastæðinu og ákvað þar af leiðandi að fá aðstoðarmanneskju til að sækja börnin á leikskólann, (Takk fyrir það Gunna).

P.S. Ég læri greinilega ekki að reynslunni, fór á háhæluðu kuldaskónum aftur í skólann í dag og held að ég hafi helst líkst mörgæs þegar ég var að labba að bílnum mínum í dag í hálkunni :)

10 comments:

Védís said...

Einhver var að tala um að það væri ekki hægt að commenta, bara tékka :)

Álfheiður said...

Spurning um að skilja þá háhæluðu eftir heima á föstudögum ...

Gott að þið eruð búnar að bóka ... þetta verður dásamlegt :o)

Anonymous said...

Védís mín, kauptu þér góðar bomsur! Vika á Spáni hljómar verulega vel. Kær kveðja, Gulla

Anonymous said...

Þú og föstudagar og háhælaðir skór hmmm. Hvernig væri að halda hittinginn okkar í kringum sumar daginn fyrsta?????
Rok kveðja frá mér til þín, Lilja Bj.B

Anonymous said...

segi eins og Àlfheidur, skildu thessa háhaeludu eftir heima á föstudögum....

Anonymous said...

Flott hjá þér að taka Lilju með til Spánar þetta verður svona stelpuferð;)

Mig langar að sjá þig sem mörgæs hehehe en hafðu það gott kveðja Sjabba

Anonymous said...

Get nú allveg séð þig fyrir mér sem mörgæs...hehe, sérstaklega ef að ég bæti nokkrum(mörgum) kílóum á þig líka.... Kv.Gunna

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hlakka til að sjá hvernig nk. föstudagur verður, hvort þú verðir eins og Mary Poppins fljúgandi út um allt:)

Anonymous said...

Glæsilegt, mikið verður gaman hjá þér að vera túlkur á Spáni... ha ha ha, sé þig alveg í anda sérstaklega ef þær fá sér í glas, þú verður að hafa þig alla við.... En frábært fyrir þig og Liljuna þína að fara Jóhannslausar út, verður frábær stelpuferð:-)

Anonymous said...

jæja fórstu á hælunum í dag?? gott veður :)
kv.Heiðdís