Tuesday, June 06, 2006

Ferðalög framundan

Jæja, er nýkomin heim af Kaffi París með henni Gunnu þar sem við spjölluðum um heima og geima. Ætla ekkert að fara nánar út í það hér. En það er alltaf gott að komast út í smá spjall.
Svo á morgun keyri ég austur á Höfn en þar er ég að fara að kveðja hana ömmu mína sem lést fyrir tæpri viku síðan. Ætla mér að koma aftur í bæinn á föstudaginn, og leggja svo aftur land undir fót nema nú ásamt börnunum og þá liggur leið okkar norður á Blönduós að skoða lömbin. Eða það er að minnsta kosti það sem hún Lilja Rós ætlar að gera. Þannig að ekkert blogg fyrr en eftir miðja næstu viku fyrst maður á ekki fartölvu ;)
En maður bætir nú úr því ef maður fer í skólann í haust.

Jæja kveð ykkur í bili

3 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Góða ferð austur á morgun frænka.Vonandi gengur allt vel og ég mun hugsa sterkt til ykkar héðan-sem er bara allt of langt í burtu akkúrat þessa stundina.

Anonymous said...

Hvenær á að leggja land undir fót og fara á Blönduós? Eftir helgi eða strax á föstudaginn? Jæja ef ég heyri ekkert í þér segi ég bara: Góða ferð!!
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Hæ hæ var bara að kíkja núna í fyrsta skipti á bloggið. Ég á eftir að fylgjast með:)
Var bara að koma frá Mallorca og síðan mæti ég á klakann á fimmtudaginn:) Sjáumst...

Margrét