Sunday, June 04, 2006

HJÁLP

Ég er búin að komast að því að ég ein get ekki komið mynd hér inn.
(ég hélt sem ég væri svo agalega klár á tölvur)
Ef einhver á aulaleiðbeiningar þá væru þær vel þegnar akkúrat núna :)

8 comments:

Anonymous said...

Þú færð sko engar aulaleiðbeiningar frá mér né aðrar leiðbeiningar..... ha ha, gaman að þú skulir vera komin með blogg, set þetta í favorites með systur þinni og Heiðdísi.... Verð virkur þáttakandi með þér hérna og LOFA að commenta....
Kveðja Heiðrún - sem er ALDREI heima...

Anonymous said...

dugleg stelpa!
ég er barasta stolt af þér!
á ég að senda addressuna til johnny boy? híhíhí
sjáumst skvís
Beta

Álfheiður said...

Sko stelpuna ... maður má nefnilega skipta um skoðun.
Þegar þú smellir á "new post" koma nokkur tákn fyrir ofan ramman sem þú skrifar í, eitt þeirra er mynd, smelltu á hana og þá geturðu "browsað" eftir þeirri mynd sem þú vilt nota.
Ef þetta skýrir ekki málið skaltu bara hringja í mig og við gerum þetta saman í gegnum símann ... hehe.
Go on girl!
Skal vera duglegri að kommenta en þú!!!

Anonymous said...

til hamingju með bloggið...ég á örugglega eftir að kíkja hér á hverjum degi.

Kv. Ragnhildur

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég á líka eftir að kíkja á hverjum degi, alveg pottþétt. Ég nota picasa forritið og hefur það reynst mér vel.

Anonymous said...

Frábært framtak hjá þér þar sem þú nennir ekki að gera heimasíðu fyrir börnin finnst mér þetta cool.
Ég á eftir að kíkja hér inn reglulega. Kann því miður ekki á svona bloggsíður get bara hjálpað þér að setja inn myndir á barnaland :-)
Kveðja
Íris

Anonymous said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»

Anonymous said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»