Saturday, June 24, 2006

Jæja, vorum að koma heim úr grillveislu á Akranesi. Góð vinkona mín var að útskrifast frá Háskóla Íslands í dag og við fórum að samgleðjast henni með þennan merka áfanga.
Annars er allt ósköp rólegt hérna hjá okkur. Dagurinn í dag fór að einhverju leyti í verslun eins og gengur og gerist um helgar stundum. En á morgun ætlum við að renna á fjölskyldumót sem haldið er einhversstaðar rétt hjá Gullfossi og Geysi í fjölskyldunni hans Tomma. Það verður gaman að sjá allt þetta fólk en ég hef ALDREI séð neinn úr þessari stórfjölskyldu. Held að ég sé ekki að skrökva því enda skrökva ég aldrei.

En hér fyrir neðan eru þrjár spurningar af því að ég var klukkuð af stóru systur minni, henni Álfheiði. Takk fyrir það syss.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrif á þig?
Ég veit það nú ekki, en ég las Da Vinci Code þegar hún kom út og ég verð að viðurkenna að mér finnst margar hugmyndir sem koma þar upp nokkuð góðar og ég hugsa oft til þessarar bókar.
Hvers konar bækur lestu helst?
Spennusögur, spennusögur og spennusögur. Annars hef ég voða lítið lesið síðan börnin fæddust en það verður að fara að breytast.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég get svarið að ég man það ekki, en hún er eftir Dan Brown.

Og þar hafið þið það gott fólk.

7 comments:

Álfheiður said...

Og hvern ætlar þú að klukka???

Anonymous said...

ok taka 105 !!!

Anonymous said...

Vá hvað þetta gekk erfiðlega að læra commenta hjá þér :-) Held ég sé meira miklu meira tölvunörd heldur en þú OMG!!
Takk fyrir leiðbeiningarnar.

Védís said...

Þú gætir þá kannski kennt mér að setja inn myndir og linka ;)
Eye for an eye.........

Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hef það að reglu að lesa alltaf áður en ég fer að sofa á kvöldin-lestur er eitthvað sem ég á bara og mér þykir svo vænt um bækurnar mínar. En heyrðu annars frænka! Hvernig var það-ætlaðir þú ekki að koma í heimsókn til mín hingað? Bert er að fara í tvær vikur svo ég er laus úr vinnu og allt (blikk blikk) Þú ert velkomin:)

Anonymous said...

Hæ og hó! Hún stóra systir þín setti okkur víst í einhverja nefnd fyrir fjölskylduhitting.... Hvað segir þú um það??
Kveðja Heiðrún nefndarmaður -en alls ekki formaður nefndarinnar...

Anonymous said...

já líst vel á þessa nefnd!!