Monday, June 05, 2006

Góður gærdagur og góður morgun

Komið þið öll sæl.
Hvítasunnan hefur nú verið afskaplega róleg hérna hjá okkur í Breiðholtinu, Tommi á vaktinni þannig að ég og börnin erum bara að dunda okkur.
Í gær voru rólóvellir heimsóttir og dagurinn endaði í kaffi og rjómatertu í Garðabæ.
Svo komst ég að því í morgun að ég hlýt að eiga bestu börn í heimi því þau leyfðu mér að "sofa" til að verða hálftíu í morgun. Svo sitja þau núna saman og horfa á sjónvarpið milli þess sem Lilja Rós fræðir Jóhann um ýmis heimsmál.
Alltaf gaman að hlusta á þær samræður :)

Vona að þið hafið það öll gott í dag, bið að heilsa í bili.

5 comments:

Álfheiður said...

Hvar er myndin? Nægðu leiðbeiningarnar ekki?

Védís said...

Hef ekki gefið mér tíma að prófa aftur

Anonymous said...

hæ, bara að kikja, vonandi er LR goð i puttanum, hættulegt að kikja i Garðabæinn!

Anonymous said...

Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
»

Anonymous said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»