Saturday, March 17, 2007

Ekki heppin þessa dagana.......

Jæja, nú er ég næstum búin að fá nóg. Það er ekki nóg með að dagmamman er ófrísk og á að eiga eftir 3 daga, og eftir þann tíma kemst ég ekki meira í skólann, og prófin er að koma.
Haldið þið ekki að harði diskurinn á blessaðri fartölvunni hafi hrunið í dag.......allt horfið, öll verkefnin, allar glósurnar og ég endurtek PRÓFIN ERU AÐ KOMA!!!!!
Ein úr skólanum er reyndar búin að bjóðast til að redda mér, koma með tölvuna sína hingað heim svo ég geti prentað allt út og skrifað hennar glósur upp og auðvitað er það æðislegt af henni en "common", af hverju gat xxxxxxxx ekki hrunið eftir 2 mánuði?

Þá er ég búin að ausa úr mér og ætla að fara að byrja á skattaskýrslunni (gott að gamli hlunkurinn virkar enn)

4 comments:

Anonymous said...

NNNNNEEEEEEEIIIIIIIIIIIIII!!!!!
En af hverju heldurðu að tölvudiskarnir séu til, nema til að afrita af harða diskinum ef svo óheppilega vill til....? ;)

Baráttukveðjur

Anonymous said...

Þú átt alla mína samúð og ég skal blóta fyrir þig líka.

Anonymous said...

Skemmtilegar fréttir ...

Anonymous said...

Shit ég trúi þér ekki - vildi að ég ætti einhverjar glósur til að láta þig fá fyrir þessa önn :(
Vona að þú getir fengið eitthvað stöff frá þessari sem ætlar að hjálpa þér.
Þetta reddast allt með prófin - þú ferð létt með þau ;) Kannast við að vera með krílið heima og læra eins og geðsjúklingur í vagnalúllum og á kvöldin .... þarft kannski að fresta því að sofa fram í miðjan maí hehe.
Heyrumst - gangi þér vel með þetta
Harpa