Wednesday, March 14, 2007

Ágætu landsmenn.....

Við sitjum hér og horfum á Stubbana, alltaf jafn gaman að þeim, finnst ykkur það ekki?
Ég ætlaði að setja inn myndir en einhver bilun virðist vera í gangi þannig að ég kem þeim ekki inn, (það getur ekki verið mér að kenna, ha!!)

Gleymdi að segja það síðast að við erum búin að bóka sumarfríið, fyrsta utanlandsferð Viderö-fjölskyldunnar að renna upp. Eigum bókað með Norrænu frá Seyðisfirði þann 6.júní næstkomandi til Færeyja og þar ætlum við að dvelja í 2 vikur. Ég hlakka mikið til að hitta loksins fjölskyldu Tomma sem býr þarna úti. Ég er búin að vera í þessari fjölskyldu í tæp 11 ár og hef örfáa hitt.
Eins má nefna það að við erum að fara í fermingarveislu hjá frændfólki Tomma í móðurætt næstu helgi og ég hlakka mikið til. Hef einu sinni hitt þetta fólk og það verður bara gaman að hitta þau aftur.
Alltaf gaman þegar eitthvað er að gerast í fjölskyldunni.
Mín er svo langt í burtu að maður hittir þau örsjaldan ;)

Jæja það er best að fara að skella kartöflum og saltfiski í pottinn og bræða svo hamsatólgina....namminamm.

3 comments:

Anonymous said...

Stubbarnir skemmtilegir? Ekki orðið sem ég myndi nota yfir þá:)

Anonymous said...

En lagið gleymist aldrei. Ég man enn eftir kynningarlaginu þó það séu orðin örugglega 5-6 ár síðan ég horfði á þá með krökkunum. EKKI SKEMMTILEGT!!!!!

Anonymous said...

Ha ha ha Stubbarnir eru æði.... la la poh og STÓRT KNÚÚÚÚSSS:-)
Spennandi að fara til Færeyja fyrir ykkur fjölskylduna:-)
Núna VERÐUM við að fara hittast kella mín, bíð eftir boðskorti í kaffi, þú mátt koma heim til mín í apríl þegar ég er loksins flutt:-)
Stubbaknús frá Heiddu